Fiskvinnslur í Ólafsfirði kvarta undan slæmu ástandi hafnargötu

Þrjár fiskvinnslur í Ólafsfirði hafa sent kvörtun til Hafnarstjórnar Fjallabyggðar varðandi slæmt ástand á hafnargötunni í Ólafsfirði. Þá er kvartað undan lélegum snjómokstri í götunni og hálkuvarnir séu ekki fullnægjandi.  Hafnarstjórn Fjallabyggðar hyggst skoða málið og finna lausnir.

Þá hefur yfirhafnarvörður á Siglufirði sagt óviðunandi ástand sé umhverfis Óskarsbryggju á Siglufirði.  Þar þurfi að kurla timbur á svæðinu og hreinsa svæðið sem fyrst, enda sé það ekki bæjarfélaginu til sóma.