Fiskisöfnunarsamkeppni fyrir Fiskidaginn mikla 2017

Aðstandendur Fiskidagsins mikla á Dalvík skora á áhafnir og einstaklinga að taka þátt í léttri keppni og um leið að hjálpa til við að safna sem flestum  tegundum af fiskum fyrir fisksýninguna á Fiskidaginn mikla 12. ágúst 2017.  Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin.

Það sem þarf að gera er að búa vel um fiskana, setja með miða með frá hverjum eða hvaða áhöfn sendingin er, tenglið og símanúmer og merkja Fiskidagurinn mikli -Fiskmarkaðurinn á Dalvík, senda með Samskip og þá er flutningurinn frír.

Stjórnendur sýningarinnar fara yfir sendingarnar og gefa stig, því sjaldgæfari sem að fiskarnir eru því fleiri stig en það um að gera að senda allar tegundur, það gefa allir fiskar stig.
Nánari upplýsingar um keppnina veitir Júlíus 897-9748.
Nánari upplýsingar um fiska og annan fróðleik Skarphéðinn 892-6662.

Keppnin stendur yfir í allt sumar og alveg fram að 10. ágúst.

Hér koma nokkur fiskanöfn sem að þátttakendur geta notað til að merkja við hjá sér.

Áll
Álsnípa
Áttstrendingur
Barri
Bergsnapi
Berhaus
Bersnati
Bjúgtanni
Bláflekkur
Blágóma
Blákjafta
Blálanga
Bláriddari
Bleikja
Blettaálbrosma
Blettamjóri
Bretahveðnir
Broddabakur
Brúna Laxsíld
Búrfiskur
Deplaháfur
Deplalaxsíld
Digra Geirsíli
Dílamjóri
Djúpáll
Djúpkarfi
Djúpskata
Drekahyrna
Drumbur
Dvergbleikja
Dökkháfur
Ennisfiskur
Fjólumóri
Fjörsungur
Flekkjamjóni
Flundra
Fýlingur
Fölvi Mjóri
Gapaldur
Geirnyt/Rottufiskur
Gíslaháfur
Gjölnir
Gleypir/Búksvelgur
Gljáháfur
Gljálaxsíld
Glyrnir
Grálúða
Grásleppa
Guðlax
Gullkarfi / Karfi
Gulllax
Hafáll
Háfur
Hákarl
Hálfberi mjóri
Hlýri
Hnúðlax
Hornfiskur
Hornsíli
Hveljusogsfiskur
Hvítaskata
Ingólfshali
Ískóð
Jensenháfur
Kambhaus
Karfalingur
Keila
Knurri
Kolbíldur
Kolmunni
Kolskeggur
Krækill
Kuðungableikja
Langa
Langhalabróðir
Langlúra
Langnefur
Lax
Litla brosma
Litla Frenja
Litli Gulllax
Litli karfi
Litli Loðháfur
Litli Lúsífer
Loðháfur
Loðháfaseyði
Loðna
Lúða
Lúsífer
Lýr
Lýsa
Lýsingur
Makríll
Makrílsbróðir
Marhnútur
Marhnýtill
Marsilfri
Marsnákur
Násurtla
Nefáll
Rauðháfur
Rauðmagi
Rauðskinni
Regnbogasilungur
Sandhverfa
Sandkoli
Sandsíli
Sardína
Sars Álbrosma
Sexstrendingur
Silfurbrami
Síld
Sjóbirtingur
Skarkoli/Rauðspretta
Skata
Skjótta skata
Skrápflúra
Skötuselur
Sláni
Slétthali
Slétthaus
Slétthverfa
Slóans Gelgja
Snarpi Langhali
Sólflúra
Sprettfiskur
Spærlingur
Steinbítur
Stinglax
Stjarnmeiti
Stóra geirsíli
Stóra Sænál
Stóri Mjóni
Stóri Silfurfiskur
Stórkjafta / Öfugkjafta
Stórriddari
Stuttnefur
Surtla
Surtlusystir
Surtur
Svartgóma
Svarthveðnir
Svartsilfri
Sædjöfull
Sæsteinssuga
Tindabikkja
Tómasarhnýtill
Trjónuáll
Trjónufiskur
Trjónuhali
Tvírákamjóri
Ufsi
Uggi
Urrari
Urriði
Vígatanni
Vogmær
Ýsa
Þorskur
Þráðskeggur
Þrömmungur
Þykkvalúra/Sólkoli
Ægisangi

Aða
Einbúakrabbi
Gaddakrabbi
Hörpudiskur
Kolkrabbi / Kraki
Kræklngur
Kúfskel
Leturhumar
Óskabjörn
Pétursskip
Rauða risarækja
Rækja
Rækjukóngur
Sandrækja
Smokkfiskur
Sæbjúga
Sæeyra
Sækönguló
Trjónukrabbi
Töskukrabbi
Vörtusmokkur
Ígulker / Skollakoppur
Ígulker / Marígull
Krossfiskur
Sæstjarna
Beitukóngur
Slöngustjörnur
Marfló
Kórallar