Fiskidagurinn mikli er um næstu helgi á Dalvík

Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli verður nú haldinn í ellefta sinn á Dalvík. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk. Ennfremur er allur matur og skemmtanir á hátíðarsvæðinu ókeypis.

Íþróttafélagið Dalvík/Reynir sér um framkvæmd innheimtu og gæslu á tjaldsvæðum á Dalvík á Fiskidaginn mikla 2011, auk þess að sjá um áfyllingar og þrif á snyrtingum á aðalsvæði og útisnyrtingum á neðri hæð sundlaugar. Dalvík Reynir fær í sinn hlut allar tekjur af innheimtu fyrir tjaldsvæðin dagana 2. ágúst til og með mánudagins 8. ágúst 2011.