Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin hátíðleg í Dalvíkurbyggð um helgina. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11:00 og 17:00 á laugardeginum  Matseðilinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. Vináttukeðjan er hugljúf dagskrá á sviði við kirkjuna á föstudeginum þar er tónlist, skemmtun, friðardúfum sleppt og risaknús í lokin til að leggja línurnar fyrir helgina. Á föstudagskvöldinu bjóða íbúar byggðalagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Afar vönduð og fjölbreytt skemmtidagskrá prýðir hátíðina ár hvert. Markmið hátíðarinnar er að fólk komi saman, hafi gaman og borði fisk.

Nánar um hátíðina hér.

Dagskráin á hátíðarsviði – Kynnir: Júlíus Júlíusson

kl.11:00 – Setning, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.
kl.11:05 – Fiskidagslagið með Matta Matt og Friðriki Ómari.
kl.11:10 – Séra Magnús G. Gunnarsson: Lítil Fiskidagsmessa.
kl.11:20 – Hljómsveitin Stúlkan og strákarnir frá Tónlistarskóla Dalvíkur.
kl.11:30 – Stúlknakór Tónlistarskóla Dalvíkur.
kl.11:40 – Fresh Pots – Ferskir rokkhundar frá Dalvík.
kl.12:00 – Júlía Árnadóttir ásamt hljómsveit
kl.12:15 – Rúnar EFF ásamt hljómsveit.
kl.12:30 – Leikhópurinn Lotta sýnir brot úr Gilitrutt.
kl.12:40 – Fiskidagslagið með Matta Matt og Friðriki Ómari.
kl.12:45 – Skoppa, Svakari bakari og Lúsí skemmta börnunum í boði Samherja
kl.13:05 – Fósturlandsins Freyjur ásamt hljómsveit.
kl.13:25 – Teigabandið: Gangnamannaband af bestu gerð.
kl.13:40 – Flottustu og heitustu söngdívur landsins: Alma Rut, Ingunn Hlín, Ína Valgerður, Íris Hólm
kl.14:00 – Vígsluathöfn: Kristjánsbúrið
Heiðrun: Umsjón. Svanfríður Jónasdóttir
Ræðumaður dagsins: Kristján Guðmundsson
kl.14:20 – EUROVISION: Friðrik Ómar, Matti, Eyþór Ingi, Eiríkur Hauks og Regína Ósk.
kl.14:40 – Ratleikur, gönguverðlaun, fiskidagsleikur Húsasmiðjunnar.
kl.14:50 – Karlakór Dalvíkur. Stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson.
kl.15:15 – Fiskidagslagið með Matta Matt og Friðriki Ómari.
kl.15:20 – Baldursfjölskyldan. Rokkkveðja frá Keflavík.
kl.15:45 – Modern Day Majesty. Power To The People.
kl.16:00 – Aron Birkir ásamt hljómsveit.
kl.16:20 – Kvartettinn Kvika. Pétur, Jón, Thelma og Hildigunnur.
kl.16:30 – Bryggjusöngur. Einvala lið. Ekki missa af.
kl.16:55 – Fiskidagslagið með Matta Matt og Friðriki Ómari

Lokaorð – Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla.