Ljósmynd: Bjarni Eiríksson.
Stjórnendur Fiskidagsins Mikla hafa óskað eftir auknu fjárframlagi frá Dalvíkurbyggð árið 2020 vegna 20 ára afmælis Fiskidagsins mikla.  Vegna þessara tímamóta verður aukinn kostnaður af hátíðinni. Fiskidagsnefndin mun halda vinnuhelgi í septembermánuði þar sem afmælishátíðin árið 2020 verður mótuð.
Þá hafa stjórnendur Fiskidagsins mikla bent á að auka þurfi fjármagn til tjaldsvæðanna í Dalvíkurbyggð og koma með nýtt skipulag.
Myndir frá Fiskideginum mikla.