Fiskidagurinn litli í Mörkinni í Reykjavík

Með stuðningi Fiskidagsins mikla er Fiskidagurinn litli haldinn á hjúkrunarheimlinu Mörk fyrsta fimmtudag eftir Fiskidaginn mikla ár hvert og nú í fjórða sinn. Fiskidagurinn mikli sendir Fiskidagsblöðrur, merki, Fiskidagsblaðið og DVD disk með tónleikum hvers árs. Fiskborgarar, hráefni í súpu og fleira í boði Samherja. Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla og Friðrik V. yfirkokkur Fiskidagsins mikla mæta og taka þátt í gleðinni. Tónlistarmaðurinn K.K. syngur. Í Mörk búa um 240-250 manns og 200 til viðbótar eru á launaskrá. Einnig mæta vinir og ættingjar

Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson