Fiskbúð Siglufjarðar til sölu

Fiskbúð Siglufjarðar hefur verið sett á sölu, bæði húsnæði og reksturinn. Búðin er frábærlega staðsett við Aðalgötu 27 og Ráðhústorgið á Siglufirði. Eysteinn Aðalsteinsson er búinn að standa vaktina þarna í tæp 40 ár. Húsið er byggt árið 1914 og deilir fiskbúðin húsnæðinu með Tónlistarskóla Fjallabyggðar. Húsnæði fiskbúðarinnar er skráð rúmir 115 fm.

12346380_10153711153606970_2990713561378278682_n