Fiskbúð Fjallabyggðar lokar tímabundið

Fiskbúð Fjallabyggðar á Siglufirði hefur tilkynnt að hún muni loka tímabundið núna vegna covid smita í samfélaginu. Verslunin hefur áður þurft að grípa til slíkra aðgerðar, en næsta opnun verður sérstaklega tilkynnt á samfélagsmiðlum.

Í tilkynningu segir að staðan sé erfið og óljós og að Hákoni fisksala hafi verið boðinn góður túr með Sólberginu sem erfitt hafi verið að hafna.

May be an image of matur