Fiskbúð Fjallabyggðar sem staðsett er á Siglufirði hefur sent frá sér tilkynningu um að búðin verði lokuð næstu tvær vikur. Hákon fisksali fór á sjó eftir erfiðan vetur og óvenjulegt vor. Í tilkynningu kemur fram að þeir viðskiptavinir sem vanti frosnar fiskiöskjur eða rækjur frá Ramma geti haft samband við Gerði í síma 690-7363.
Frá 30. mars og fram í miðjan maí var verslunin aðeins að bjóða upp á heimsendingu og var lokað inn í búð vegna Covid19.