Eigendur Fiskbúðar Fjallabyggðar á Siglufirði hafa tilkynnt að búðinni verði lokið frá og með 13. nóvember. Búðin mun opna aftur næsta vor með breyttu sniði.
Enn verður hægt að fá Ramma öskjur og Ramma rækjur með því að hringja í eigendur sem taka pantanir.
Þetta kemur fram í tilkynningu sem búðin sendi frá sér nú í morgun.