Fiskbúð Fjallabyggðar við Aðalgötuna á Siglufirði hefur verið auglýst til sölu. Eigendur eru Hákon Sæmundsson og Valgerður Þorsteinsdóttir en þau keyptu búðina af Eysteini Aðalsteinssyni sem hafði staðið vaktina þarna í um 40 ár. Þau breyttu búðinni áður en hún var opnuð í júní 2016. Hjónin segja að eftir mikla umhugsun hafi þetta verið niðurstaðan.
Héðinsfjörður.is birti viðtal við þau í júní 2016 þegar þau höfðu nýlega opnað búðina sem lesa má hér á vefnum.