Finnskur listamaður dvelur í Hrísey

Mari Mathlin er finnskur listamaður sem dvelur í Gamla skóla í september. Hún kom til Íslands fyrst árið 2004 og var skiptinemi í Myndlistarskólanum á Akureyri síðan kom hún aftur til landsins 2010 og dvaldi á Skagaströnd í listamiðstöð. Hún hefur verið búsett á Íslandi síðan 2011 og talar ágæta íslensku. Mari langar að setja upp sýningu í samstarfi við íbúa Hríseyjar. Hún var með sýningu á eyju sem er á milli Svíþjóðar og Finnlands og heitir Hailuoto þar sem hún fékk íbúa til að koma og taka þátt með sér. Spurningar sem hún er að leita af svörum við eru til dæmis: Hvernig er að búa í Hrísey ? Hvað er það sem þú saknar þegar þú ferð að heiman ? Hvað er mikilvægast að þínu mati í Hrísey ?

Gamla barnaskólanum í Hrísey hefur verið breytt og er innréttaður núna með vinnustofu og fjórum svefnherbergjum til útleigu fyrir listamenn hvaðanæva úr heiminum. Norðanbál á og rekur Gamlaskóla og er markmiðið að listamenn fái möguleika til þess að vera í Hrísey og hafi aðgang að þessum einstaka stað, gegn vægu verði. Gamliskóli, eins og hann er kallaður, er staðsettur miðsvæðis í þorpinu í Hrísey, í u.þ.b.10 mín. göngulengd frá bryggjunni þar sem ferjan leggst að.