Finnsk vika í Hofi menningarhúsi
Menningarfélag Akureyrar býður til finnskrar viku í Hofi dagana 16. – 22. október. Tilefnið er aldarafmæli finnska lýðveldisins og því verður finnsk menning í hávegum höfð. Fjölbreytt dagskrá verður alla vikuna og er frítt inn á viðburði nema lokatónleikana á sunnudeginum.
Hádegisupplestur úr finnskum bókum
Mánudag – föstudags kl. 12.15
1862 Nordic Bistro
Mánud. 16. okt. kl. 12.15: Vetrarundur í Múmíndal Pia Viinikka bókasafnsfræðingur les.
Þriðjud. 17. okt. kl. 12.15: Pípuhattur galdrakarlsins Jón Páll Eyjólfsson leikhússtjóri les.
Miðvikud. 18. okt. kl. 12.15: Malarinn sem spangólaði Saga Geirdal Jónsdóttir leikkona les
Fimmtud. 19. okt. kl. 12.15: Heimsins besti bær Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnastjóri les..
Föstud. 20. okt. kl. 12.15: Dagur í Austurbotni Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri les.
Finnskt stuttmyndakvöld
í samvinnu við finnska sendiráðið
Miðvikudaginn 18. október kl. 20
Hamrar
Allar myndirnar eru með enskum texta
Do I have to take care of everything? (2011)
Tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda 2012.
Sólríkur laugardagsmorgunn fer allur úr skorðum þegar fjölskyldan reynir að komast í brúðkaup í tæka tíð. Gjöfin týnist, föt krakkanna höfðu gleymst í þvottavélinni og engan lausan leigubíl er að finna. Móðurinni finnst hún þurfa að sjá um allt.
Leikstjóri: Selma Vilhunen.
Clumsy little acts of tenderness (2012)
Faðir reynir að tengjast dóttur sinni eftir skilnað. Hann reynir sitt best en þungarokk og bílaþvottur virkar ekki. Á ögurstundu í lífi unglingsdótturinnar er hann reiðubúinn til að vera það foreldri sem hún þarf á að halda
Leikstjóri: Teemu Nikki.
Listen (2014)
Hér er gefin góð mynd af því hversuhjálparvana við getum verið ef við tölum ekki sama tungumál. Innflytjandi reynir að segja lögreglunni í Danmörku frá heimilisofbeldi en vegna tungumálaörðugleika skilur hún ekki alvarleika málsins.
Leikstjóri: Hamy Ramezan
Noste (2014)
Hér er farið með áhorfandann inn í ógleymanlegt ferðalag um dansveröld neðansjávar. Þessi kröftuga og fallega sýning vekur upp tilfinningar með litum, fljótandi hreyfingum og undraverðum hæfileikum mannslíkamans.
Leikstjóri: Marko Röhr
BAR SVAR um Finnland og finnska menningu
Föstudagur 20.okt. KL 19:30-21:30
R5
Spurningarkeppni í samvinnu við Norræna Félagið á Akureyri. Tilboð á bjór og ýmsir skemmtilegir vinningar. Hvað veist þú um Finnland?
Sögu- og föndurstund fyrir börn
í samstarfi við Amtsbókasafnið
Laugardagur kl. 11 -12
Hamragil
Lesið verður uppúr finnskri barnabók á íslensku, örstutt á finnsku og sænsku, kennt að telja uppá 10 á finnsku og að lokum föndrað.
Finnskir tónar á 1862 Nordic Bistro og NÖNNU
Laugardagur 21.okt kl 20 á NÖNNU
Sunnudagur 22 okt kl 12-13 á 1862 Nordic Bistro
Matti Kallio flytur finnska tónlist á 1862 Nordic Bistro og NÖNNU þar sem finnskt þema verður í fyrirrúmi á matseðlum.
TÓNLEIKAKYNNING
Saga lýðræðisbaráttu Finnlands og tónlistar Sibeliusar
Sunnudagur 22.okt. kl 15
Naust
Sendiherra Finnlands Valtteri Hirvonen fjallar um sögu lýðræðisbaráttunnar og tengsl hennar við verk Sibeliusar í tilefni af aldarafmæli þess. Sérstakur gestur verður Matti Kallio tónlistarmaður.
Boðið verður upp á léttar veitingar með finnsku ívafi.
Kista hönnunarverslun
Kynning og tilboð á finnskum vörum alla vikuna.
Hápunktur finnsku vikunnar
FINLANDIA OG FRÓN
sunnudagur 22.okt. kl 16
Peter Sakari stjórnar flutningi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands á verkum Síbelíusar og Áskels Mássonar á stórtónleikum. Enn eina ferðina frumflytur hljómsveitin nýtt íslenskt verk en það er slagverkskonsertinn Capriccio eftir Áskel Másson.
Allir viðburðir finnsku vikunnar eru án endurgjalds nema tónleikarnir Finlandia og Frón.