Tilboð hafa verið opnuð í fyrri áfanga nýs hjóla- og göngustígs frá Hrafnagilshverfi að Akureyri.  Alls bárust fimm tilboð í verkið. Lægsta tilboð átti Finnur ehf. kr. 81,5 mkr. eða um 83% af kostnaðaráætlun sem er 98,2 mkr.  Eyjafjarðarsveit er verkkaupi og nýtur stuðnings Vegagerðarinnar.  Gert er ráð fyrir að síðari áfangi verði boðinn út í febrúar eða mars árið 2018 og stígurinn verði tilbúinn í sumarbyrjun 2018.

Framkvæmdin mun auka öryggi og draga stórlegu úr slysahættu vegfarenda. Umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi vegfarenda frá Akureyri og fram í Hrafnagil er gríðarmikil með auknum áhuga fólks á götuhlaupum og -hjólreiðum. Nauðsynlegt er að aðskilja þessa umferð frá akandi umferð með nýjum stíg.