Fimm sóttu um stöðu deildarstjóra hjá Fjallabyggð

Fjallabyggð auglýsti á dögunum nýtt starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Alls sóttu fimm um starfið en fjórir af þeim uppfylltu umsóknarskilyrði.

Umsóknarskilyrði voru að deildarstjóri skuli hafa háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærilega menntun, helst með fjármálum fyrirtækja eða opinbera stjórnsýslu sem sérsvið. Hafa reynslu af fjárstýringu, áætlunargerð og stjórnun. Deildarstjóri þarf einnig að hafa reynslu í mannauðsstjórnun og lipurð í mannlegum samskiptum.

Eftirtaldir sóttu um starfið:
Björn Bergmann Þorvaldsson
Guðrún Sif Guðbrandsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kristján Ragnar Ásgeirsson
Tinna Helgadóttir