Fimm prósent aukning gistinátta á Norðurlandi á síðasta ári

Herbergjanýting á hótelum á Norðurlandi jókst um 5% á milli áranna 2016-2017. Alls voru gistinætur 297.609 á Norðurlandi á árinu 2017, en voru 284.050 á árinu 2016. Í desember 2017 voru 8.107 gistinætur á Norðurlandi en voru 6.873 í desember 2016 og er þetta aukning um 18%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Heimild: hagstofa.is