Fimm nýjir leikmenn komnir í KF

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar hefur fengið til sín fimm nýja leikmenn fyrir komandi leiktímabil, þar af einn lánsmaður. Þó nokkrir erlendir leikmenn fóru frá félaginu síðastliðið haust.

  • Aksentije Milisic kemur úr Dalvík/Reyni, en spilaði áður með KF, Magna og KA, alls 66 leikir í meistaraflokki á Íslandi.
  • Aron Sankla Ísaksson kemur úr Völsungi, fæddur árið 1997. Hann á enga leiki fyrir meistaflokk, en spilaði með sameiginlegu lið KF/Völsungs í 2. flokki.
  • Kristinn Freyr Ómarsson fæddur árið 1998 kemur frá Tindastóli. Hann á enga leiki fyrir meistaraflokk en spilaði síðast með 2. flokki Tindastóls/Hvöt/Kormáks. Hann lék þó áður með 2. flokki KF og síðar KA.
  • Otto Fernando Tulinius kemur frá Magna og er fæddur árið 1995. Hann á enga leiki í meistaraflokki en lék með 2. flokki KA fyrir nokkrum árum.
  • Tómas Veigar Eiríksson kemur frá KA sem lánsmaður. Hann á einn leik í meistaraflokki. Spilaði síðasta sumar með sameiginlegu liði KA/Dalvík/Reynir í 2. flokki karla.

KF leikur í dag við Hvíta Riddarann á Varmárvelli í Mosfellsbæ kl. 16:00 í Lengjubikarnum. KF gerði 3-3 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferðinni.