Fimm mörk frá Tindastóli tryggðu sigur

Tindastóll og Knattspyrnufélag Vesturbæjar(KV) mættust í dag á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla í knattspyrnu. Liðin voru í neðri hluta deildarinnar fyrir þennan leik og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í öll stigin. KV leiddi í fyrri hálfleik 0-1. Í síðari hálfleik komu 7 mörk. Tindastóll minnkaði muninn í 1-1 á 54. mínútu með marki frá Kenneth Hogg, en KV svaraði strax aftur á 57. mínútu og komu þeim aftur yfir í 1-2. Kenneth Hogg skoraði svo tvö mörk með stuttu millibili og kom Tindastóli í 3-2. KV jafnaði metin í 3-3 á 77. mínútu, en Kenneth var ekki hættur, og skoraði sitt 4 mark á 83. mínútu, staðan 4-3 og lítið eftir. Arnar Ólafsson skoraði svo lokamarkið á sjöttu mínútu uppbótartíma og tryggði 5-3 sigur. Tindastóll er eftir sigurinn í  8. sæti með 12 stig.