Fimm ólík listaverk frá Siglufirði eru á uppboði hjá Gallerý Fold en fjögur þeirra sýna Hólshyrnuna. Tvö verk á uppboðinu eru eftir Ragnar Pál Einarsson, klippimynd eftir Arnfinnu Björnsdóttur, olíuverk unnið á pappír eftir Gunnlaug Blöndal og vatnslitaverk eftir Sigurjón Jóhannsson.
Fjölmörg boð eru komin í verkin.