Fimm KA strákar til KF

Síðustu daga hafa fimm ungir knattspyrnumenn frá KA skrifaði undir hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar og verða með félaginu nú á vormánuðum. Þeir eru allir fæddir árið 2005 og léku með 3. flokki KA á síðasta ári og eru að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki. Þeir munu berjast um sæti í liði KF á leikjunum í vor. Þeir eru allir komnir með leikheimild með liðinu og eru klárir í slaginn.

Þetta eru þeir:

Ágúst Ívar Árnason, fæddur 2005, kom frá Fjölni til KA árið 2017. Lék með 3. flokki KA á síðasta ári.

Breki Hólm Baldursson, fæddur 2005, lék með 3. flokki KA á síðasta ári.

Hákon Orri Hauksson, fæddur 2005, lék með 3.flokki KA og 2.flokki KA/Dalvík/Reyni/Magna

Jón Frímann Kjartansson, fæddur 2005, lék með einn leik með KF árið 2020 og með 3. flokki KA.

Sindri Sigurðarson, fæddur 2005 og lék með 3. flokki KA í fyrra.