HK-B og Blakfélag Fjallabyggðar mættust á laugardaginn í 1. deild kvenna í blaki. Leikið var í Fagralundi í Kópavogi, heimavelli HK. Leikurinn var sveiflukenndur og fór í fimm hrinur.

Fyrsta hrina leiksins var sú jafnasta sem var öllum leiknum, en HK stelpur leiddu þó lengst af án þess að ná að hrista BF stelpur langt frá sér. Jafnt var á tölum 4-4 ,7-7 og 10-10. HK komst svo í 13-10 og tók þá BF leikhlé. BF jafnaði í 14-14, en kom nú góður kafli HK og komust þær í 20-15. BF minnkuðu þó muninn í 20-20 og voru lokamínúturnar æsispennandi. Aftur var jafnt 24-24 en HK átti síðustu tvö stigin og unnu fyrstu hrinu 26-24.

BF stelpur komu mjög ákveðnar til leiks í annari hrinu og náðu góðu forskoti 2-6 og 8-13 og þá tóku HK stelpur leikhlé. BF héldu áfram að vera sterkari og komust í 9-17 og aftur tóku HK stelpur leikhlé. Kom nú mjög góður kafli BF og breyttu þær stöðunni í 10-24 og unnu hrinuna örugglega 11-25, og staðan orðin 1-1.

BF byrjaði þriðju hrinuna með látum og komust í 0-6 og 1-10. HK tók þó leikhlé í stöðunni 0-2, en það gerði ekki neitt fyrir þær. Í stöðunni 4-10 tóku BF stelpur leikhlé og HK minnkaði muninn í 10-13. BF voru sterkari og komust í 10-17 og tóku nú HK stelpur leikhlé. BF komst í 11-20 og 12-20, og hafði mikla yfirburði og skoruðu svo fimm stig í röð og unnu hrinuna 12-25. Staðan hér orðin vænleg, 1-2.

Í fjórðu hrinu voru HK stelpur talsvert sterkari og voru yfir allan tíman. Þær komust í 5-2 og 14-7 og tók BF tvö leikhlé á þessum kafla sem skiluðu ekki miklu. BF minnkaði þó muninn í 16-12 og tóku þá heimastelpur leikhlé. HK leiddi áfram og voru sterkari á lokakaflanum og komust í 22-16 og unnu 25-16 og staðan orðin 2-2.

HK stelpur voru svo sterkari alla oddahrinuna og leiddu frá upphafi, þær komust í 4-1 og BF tók þá leikhlé til að reyna brjóta leikinn upp. Áfram voru HK stelpur sterkari og komust í 9-4 og aftur tók BF leikhlé. HK komst svo í 13-5 og unnu nokkuð örugglega hrinuna 15-7 og leikinn 3-2.