Í dag fór fram frjálsíþróttamót hjá Ungmennafélagi Akureyrar í Boganum Akureyri. Um var að ræða 110 keppendur frá Norður- og Austurlandi. Sex keppendur voru frá Ungmennafélaginu Glóa á Siglufirði sem kepptu í fjölmörgum greinum með góðum árangri. Ungmennafélagið Glói fékk fimm gullverðlaun, og settu keppendur þess fimm siglfirsk aldursflokkamet og eitt félagsmet. Úrslit má sjá hér.
Ungmennafélagið Glói keppti í 28 greinum og vann Elín Helga Þórarinsdóttir þrjú gull, Björgvin Daði Sigurbergsson eitt gull og Unnur Hrefna Elínardóttir eitt gull. Einhver meiðsli voru í hópnum svo ekki gátur allir beitt sér af fullum krafti að þessu sinni.
Mynd frá heimasíðu UMF Glóa, www.umfgloi.123.is (Þórarinn Hannesson)