Það er afar sjaldgæft að Andarnefjur séu inní í höfninni á Dalvík og fróðir menn telja þetta jafnvel að þetta sé í fyrsta skipti. Þær voru tignarlegar að sjá í morgunblíðunni og ferðamenn tóku andköf og áttu ekki til orð. Þær sáust fyrst fyrir utan hafnarmynnið í gær fimmtudag en í dag hafa þær komið inn í höfnina nokkrum sinnum. Það er von okkar að þær dvelji hjá okkur í vikunni og steli síðan senunni á Fiskidaginn mikla eftir eina viku.
Andarnefja eða Hyperoodon ampullatus er allstór tannhvalur, álíka stór og hrefna en mjög ólík henni. Hún er með mjótt trýni og hátt og kúpt enni. Trýnið minnir á andarnef og af því fær hún nafn sitt. Höfuðið er nokkuð aðgreint frá bolnum. Augun eru rétt aftan við munnvikin.
Tarfarnir eru um átta til níu metrar á lengd og um 3600 kg að þyngd. Kýrnar eru um sjö metrar á lengd og vega um þrjú tonn.