Jólabærinn Ólafsfjörður

Í dag er hörkufrost og fimbulkuldi í Ólafsfirði, en það kólnaði hratt eftir miðnætti í gær og kl. 8:00 í morgun var frostið orðið -15,4°. Klukkan 15:00 í dag var -15,8° og er það kaldasta það sem af er degi.  Veðurspáin gerir ráð fyrir -8 og -7° næstu tvo daga.

Einnig hefur verið kalt á Siglufirði í dag en kl. 8:00 í morgun var -12,8° og fór mest í -15,1° kl. 10:00 í morgun.

Betra að klæða sig vel í dag.