Siglfirsk fermingarbörn vetrarins söfnuðu rúmum 100.000 krónum í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar í gær. Þeir fjármunir munu renna til vatnsverkefna í Afríku og annarra skyldra hluta þar.

Peningarnir hafa verið millifærðir á reikning Hjálparstarfsins. Vel gert hjá börnunum og þeim sem studdu við þetta góða málefni.

Löng hefð er fyrir því hjá kirkjunni að fermingarbörn safni fyrir hjálparstarfið.

Þetta kemur fram í tilkynningu á samfélagsmiðli Siglufjarðarkirkju.