Ferðafélagið Fjörðungur með gönguferðir á miðvikudögum í sumar

Ferðafélagið Fjörðungur á Grenivík verður í sumar með gönguferðir á miðvikudagskvöldum kl. 20. Ferðirnar henta fyrir alla nema ein sem er erfið. Fararstjórar verða í hverri ferð með ýmsan fróðleik og stýra göngunni. Þegar hefur verið farið í fyrstu ferðina en næstu ferðir eru eftirfarandi:

  • 3. júlí. Ingi Ragnar og Sveinn. Mæting á planið norðan Laufáss. Gengið upp í Dalsmynni, saga gömlu Fnjóskárbrúarinnar rakin.
  • 10. júlí. Anna Bára. Mæting á planið norðan Laufáss. Laufás – Áshóll – Nollur.
  • 17. júlí. Björn Ingólfs. Mæting við Jónsabúð og sameinast í bíla. Kljáströnd og bakkarnir gengnir til Grenivíkur.
  • 24. júlí. Bjössi í Réttarholti. Bárðartjarnarskógur – Brattáslaut.