Ferðafélag Skagfirðinga býður upp á skipulagða göngu í sumar yfir Siglufjarðarskarðið. Um er að ræða dagsferð frá Hóli í Siglufirði, yfir Siglufjarðarskarð og endað í Hraununum í Fljótum. Ferðin er á dagskrá laugardaginn 22. ágúst.
Sameinast verður í bíla við Faxatorg á Sauðárkróki kl. 9, Kaupfélagið á Hofsósi kl. 9:30 og Ketilás kl. 10:00. (Bílstjóra þarf til að ferja bíla úr Siglufirði í Fljótin að göngu lokinni).
Fararstjóri er Stefán Stefánsson.
Ferðaáætlun fyrir 2015 hjá FFS er komin á netið.