Ferðafélag Siglufjarðar gengur Siglufjarðarskarð

Laugardaginn 20. júlí verður gönguferð með Ferðafélagi Siglufjarðar um Siglufjarðarskarð. Farið frá skógræktinni á Siglufirði kl. 14:00.  Gengið er eftir gamalli reiðleið upp í skarðið, niður í Hraunadal og Göngudal og endað ofan við bæinn Hraun.

Athugið að Skarðsveginum verður ekki fylgt nema að litlu leyti, heldur gömlu leiðinni yfir Skarðið.  Rúta sækir göngumenn í lok göngunnar.

Verð: 1.500 kr. Göngutími 4-5 klst.