Ferðafélag Siglufjarðar gengur á Skrámuhyrnu

Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir gönguferð á Skrámuhyrnu, laugardaginn 3. ágúst n.k.

Lagt verður að stað frá skíðaskálanum í Skarðsdal á Siglufirði kl. 11:00 þann 3. ágúst. Gengið eftir vestureggjum Siglufjarðarfjalla til norðurs og út á Skrámuhyrnu, 625 m. Þaðan er mikið útsýni. Gengið verður til baka út á Hvanneyrarhyrnu, niður Gróuskarð og ofan í Hvanneyrarskál.

Nokkuð brött leið og ekki fyrir lofthrædda. Næstsíðasta skipulagða ferð félagsins í sumar.

Verð: 1.500 kr. Göngutími 5-6 klst.