Árlega er gengið við upphaf Þjóðlagahátíðar á Siglufirði með Ferðafélagi Siglufjarðar. Ferðin í ár er miðvikudaginn 3. júlí á Hvanneyrarhyrnu.  Brottför verður frá Ráðhústorgi á Siglufirði kl. 13.

Leiðarlýsing:

Gengið upp í Hvanneyrarskál og þaðan upp á brún að vestanverðu. Gengið út eggjarnar á Hvanneyrarhyrnu, niður Gróuskarð og á Gróuskarðshnjúk. Frá Gróuskarðshnjúki er gengið niður í Hvannreyrarskál. Brött og klettótt leið um lausar skriður og eftir eggjum. Valkvætt er hvort farið er á Hvanneyrarhyrnu eða bara á Gróuskarðshnjúk.

Falleg leið en gangan á Hvanneyrarhyrnu er ekki fyrir lofthrædda.  Göngutími 3–4 klst.