Ferðanefnd Ferðafélags Akureyrar er nú að skipuleggja árið 2014.  Um  60 viðburðir eru á vegum  nefndarinnar  ár hvert. Nýjung á næsta ári verður næturferðir. Nú er tækifæri á að koma með tillögur að ferð, til dæmis: Skíðaferð, gönguferð að vetri, dagsferðir, gistiferðir, söguferðir (nauðsynlegt að hafa sögumann tiltækan). Hægt er að senda á fmg13@simnet.is eða ffa@ffa.is

Í ferðanefnd FFA eru, Anke María Steinke, Frímann Guðmundsson formaður, Grétar Grímsson, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Konráð Gunnarsson, Roar Kvam, Karl Stefánsson, og  Örn Þór Emilsson.