Ferðafélag Akureyrar með göngu í Héðinsfirði

Ferðafélag Akureyrar stóð fyrir göngu frá Siglufirði til Héðinsfjarðar um síðustu helgi. Góð mæting var eða um 15 manns sem tóku þátt með fararstjóra. Gengið var yfir Hestskarðið og yfir í Héðinsfjörð. Gangan var um 6 km með 530 metra hækkun.

Næsti leggur þann 29. ágúst á vegum Ferðafélags Akureyrar, en þá verður gengið frá Héðinsfirði til Ólafsfjarðar . Er um að ræða 12 km göngu með 550 metra hækkun. Gengið út að Vík og upp Víkurdalinn, yfir Rauðskörð, síðan niður Árdalinn að Kleifum. Fararstjóri í ferðinni er Konráð Gunanrsson. Fleiri myndir úr fyrri göngunni má sjá á síðu ffa.is

 img_9123img_9182 img_9177
Myndir: ffa.is