Ferðafélag Akureyrar með áhugaverðar göngur við Fjallabyggð sumarið 2012

Ferðafélag Akureyrar bíður uppá nokkrar mjög spennandi göngur sumarið 2012.  Ferðaáætlun fyrir 2012 er komin á netið á heimasíðu þeirra hérna eða www.ffa.is.

21. júní. Sumarsólstöður á Múlakollu, 970 m  Myndir 
Gangan hefst á gamla Múlaveginum ofan við Brimnes. Gengið upp dalinn norðan við Brimnesána upp á Múlakollu.
Fararstjóri: Gunnar Halldórsson.
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500
Innifalið: Fararstjórn
Brottför frá FFA kl. 19.00

30. júní. Miðhyrna í Fljótum. 1006 m.
Ekið yfir Lágheiði og að eyðibýlinu Hamri og gengið þaðan á Hamarshyrnu og Miðhyrnu.
Vegalengd 6 km, hækkun 850m. (Vaða þarf yfir Stífluá)
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500
Innifalið: Fararstjórn.                                                                                                                 Brottför frá FFA kl. 8.00

14. júlí. Illviðrahnjúkar – Strákar v. Siglufjörð.  Myndir 
Ekið er til Siglufjarðar og upp í Siglufjarðarskarð. Gengið þaðan á Illviðrahnjúka og áfram eftir fjallsbrúnum út á Stráka þar sem  snúið er við og farið niður í Hvanneyrarskál og niður á veg.
Ekki fyrir lofthrædda. Hámarksfjöldi 12 manns. Vegalengd 15 km, hækkun 700m.
Fararstjóri: Konráð Gunnarsson, Jóhannes Kárason.
Verð: kr. 3.000 / kr. 2.500
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 8.00

8. september. Héðinsfjörður.   Myndir 
Farið með einkabílum í Héðinsfjörð. Gengið frá bílastæðinu upp Möðruvallaskál á Bangsahnjúk (890m), þaðan á Þverfjall (927 m) og Vatnsendafjall  –  Töff leið !
Fararstjóri : Konráð Gunnarsson, Frímann Guðmundsson.
Verð: kr. 2.000 / kr. 1.500 kr.
Innifalið: Fararstjórn.
Brottför frá FFA kl. 8.00.