Ferðafélag Akureyrar stendur fyrir göngu laugardaginn 10. ágúst upp á Hestfjall og Siglunesmúla við Siglufjörð. Brottför verður kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23 á Akureyri en gangan hefst á Siglufirði.

Genginn hringur umhverfis Nesdalinn. Gangan hefst á Siglufirði og er gengið upp í Hestskarð og þaðan á Hestskarðshnjúk. Síðan Hestfjall, í Nesdal, upp á Nesnúp, Siglunesmúla, fjallið yfir Kálfsskarð, upp á Ytri Staðarhólshnjúk og að lokum aftur yfir á Hestskarðshnjúkinn og að bílum. Vegalengd: 27 km, gönguhækkun: 680 m.

Fararstjóri verðurUna Sigurðardóttir.
Verð: 2.000 / 1.500. Innifalið: Fararstjórn.

Nánari upplýsingar á www.FFA.is