Ferðaáætlun Ferðafélags Skagfirðinga

Ferðafélag Skagfirðinga hefur gefið út ferðaáætlun fyrir sumarið 2014. Ferðirnar eru eftirfarandi:

21. júní.  Hefðbundin Jónsmessuganga í Glerhallarvík.

  • Þátttakendur aka á eigin bílum út að Reykjum. Lagt af stað kl. 21. Grettiskaffi opið.
  • Fararstjóri Hjalti Pálsson

 

5. júlí.  Gönguferð á Kaldbak í Sæmundarhlíð

  • Farið á einkabílum fram að Sólheimum í Sæmundarhlíð og gengið þaðan.
  • Farið frá Faxatorgi kl. 10
  • Fararstjóri Trond Olsen

 

9. ágúst.  Gönguferð suður Laxárdal í Trölla. Gengið til byggða um Kálfárdal.

  • Þátttakendur koma sér sjálfir að Illugastöðum á Laxárdal. Um 6-7 klst göngutími.
  • Brottför frá Faxatorgi kl. 09.
  • Fararstjóri Ágúst Guðmundsson

 

30. ágúst.  Bílferð í Ingólfsskála.

Farið á einkabílum sem stjórn Ferðafélag Skagfirðinga leggur til frá Faxatorgi kl.09. Gist í Ingólfsskála.  Komið heim á sunnudegi.