Ferðaáætlun Ferðafélags Skagfirðinga

Ferðafélag Skagfirðinga hefur birt ferðaáætlun fyrir árið 2018. Stefnt er að því að vera með 4 ferðir í sumar, og verður sú fyrsta 20. júní og sú síðasta 25. ágúst.

20. júní, miðvikudagur
Hefðbundin Jónsmessuganga í Glerhallarvík. Þátttakendur aka á eigin bílum út að Reykjum. Gengið af stað kl. 21 frá Reykjabænum. Fjaran er grýtt og því góðir skór nauðsynlegir.
Fararstjóri Hjalti Pálsson

21. júlí, laugardagur
Gönguferð á Kaldbak í Sæmundarhlíð
Farið á einkabílum fram að Sólheimum í Sæmundarhlíð og gengið þaðan.
Brottför frá Faxatorgi kl. 10.
Fararstjóri Trond Olsen

8. ágúst, miðvikudagur
Gönguferð um Kálfárdal að skálanum Trölla.
Ekið á einkabílum upp Kálfárdalsveg að gamla bænum. Gengið þaðan fram í Trölla.
Brottför frá Faxatorgi kl.17. Um það bil 5 klst ferðatími.
Fararstjóri Ágúst Guðmundsson

25. ágúst, laugardagur
Götur kvenfélagsins Heklu um Digramúla á Skaga skoðaðar.
Farið frá Faxatorgi kl.13 á einkabílum.

Þátttakendum er bent á að vera vel búin til fótanna.
Félagið áskilur sér rétt til að fella ferðir niður ef ekki viðrar sæmilega.