Fengu hafragraut fyrir samræmdu prófin í Fjallabyggð

Samræmd próf fyrir 4. og 7. bekk í Fjallabyggð fóru fram í lok september.  Nýtt fyrirkomulag er á þessum prófum í ár, en þau eru tekin rafrænt. Prófað er í íslensku og stærðfræði. Krakkarnir í Fjallabyggð fengu hollan hafragraut og ávexti fyrir prófin. Framkvæm prófana gekk vel að sögn Jónínu Magnúsdóttur, skólastjóra Grunnaskóla Fjallabyggðar.

“Nemendur okkar hafa notað  borðtölvur í upplýsingamennt frá upphafi skólagöngu þ.a. þau hafa fengið þjálfun í að vinna við tölvurnar. Nemendur okkar voru áhugasöm um að leysa prófin og lögðu sig fram.” – sagði Jónína í samtali við fréttaritara.

Mynd: fjallaskolar.is