Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð hefur leitað að húsnæði í nokkrun tíma og var nýlega auglýst eftir slíku undir starfsemina. Eigendur að Lækjargötu 8 á Siglufirði, þar sem var áður húsnæði Snóker og Púlstofunnar Billans vilja leigja neðri hæð hússins undir starfsemina. Samþykkt hefur verið að Bæjarstjóri Fjallabyggðar gangi til viðræðna við eigendur Lækjargötu 8 um leigu fyrir Neon félagsmiðstöðina í Fjallabyggð.