Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð með opið hús

Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð býður íbúum sveitarfélagsins í heimsókn í nýtt húsnæði að Suðurgötu 4,  miðvikudaginn 30. nóvember kl. 20:00 – 22:00.

Íbúar eru hvattir til að koma og skoða glæsilega aðstöðu fyrir unglingana, jafnvel spila pool, borðtennis eða taka þátt í starfinu þetta kvöld.

Boðið verður upp á veitingar fyrir gesti.

Það er Neonráð sem stendur fyrir viðburðinum, en í því eru sex ungmenni úr 8.-10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar.