Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð í 2. sæti í Stíl

Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð keppti um nýliðna helgi í hönnunarkeppninni Stíl á vegum Samfés sem fram fór í íþróttahúsinu í Digranesi Kópavogi.  Stíll er árleg hönnunarkeppni á milli félagsmiðstöðva á Íslandi þar sem keppt er í hárgreiðslu, förðun og fatahönnun út frá ákveðnu þema.  Í fyrra vann félagsmiðstöðin Neon þessa keppni og í ár lenti liðið 2. sæti, sem er frábær árangur.

Fyrir hönd Neons kepptu þær Halldóra Helga Sindradóttir, Marlis Jóna Þórunn Karlsdóttir og Ronja Helgadóttir sem einnig var módel liðsins. Þeim til halds og trausts í undirbúningi og keppni var Brynhildur Reykjalín Vilhjálmsdóttir kennari.

Þemað í ár var 90­‘s.

Markmið Stíls eru að:

Hvetja unglinga til listsköpunar og um leið gefa þeim aukin tækifæri til frumlegrar hugsunar og sköpunarhæfileika. Vekja jákvæða athygli á því hvað unglingar eru að gera á sviði sköpunar og gefa þeim kost á að koma sínum hugmyndum á framfæri utan félagsmiðstöðvanna. Einnig að unga fólkið komist í kynni við fleiri sem hafa áhuga á sama sviði.