Enn eitt stórmerkilegt hús til sölu á Siglufirði, en núna hefur Félagsheimili Leikfélags Siglufjarðar að Suðurgötu 10 verið auglýst til sölu.
Atvinnuhúsnæði / félagsheimili Leikfélags Siglufjarðar að Suðurgötu 10 – Siglufirði, samtals 128,6fm að stærð. Þetta húsnæði er á jarðhæð við miðbæ Siglufjarðar – tilvalið húsnæði fyrir verslun eða skrifstofu t.d. í tengslum við vaxandi ferðamannastraum á svæðinu.
Hér er um að ræða húsnæði í miðbæ Siglufjarðar sem skiptist í forstofu/gang, eitt herbergi, salerni, eldhús og sýningarsal.
- Forstofan og gangurinn eru með flísum á gólfi.
- Herbergið er strax til vinstri þegar komið er inn, það er rúmgott og nýtist í dag sem búninga og leikmunageymsla.
- Salernið er strax til hægri við innganginn og þar eru tvö salerni með léttum skilrúmum á milli.
- Eldhúsið er lítið með gamalli innréttingu. Þaðan er opið yfir í sýningarsal í gegnum lúgu, sjálfsagt fyrir kaffisölu meðan á sýningum stóð.
- Sýningarsalurinn er rúmgóður, gluggar eru til norður en í suðurhlutanum er lítið svið.
- Í eldhúsi er hleri og þar er farið niður í óskráðan og lélegan kjallara.
Nánari upplýsingar á www.kaupa.is hér.