Félagaskiptaglugginn opnar

Í dag, sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn að nýju fyrir leikmenn meistaraflokka og samningsbundna leikmenn yngri flokka í knattspyrnu. Glugginn er opinn til 31. júlí en eftir þann tíma eru engin félagaskipti leyfð innanlands, hvort sem um er að ræða leikmenn meistaraflokka eða leikmenn yngri flokka.

Það verður spennandi að fylgjast með hvað KF, Dalvík/Reynir, Tindastóll og önnur lið á Norðurlandi geri í þessum glugga.