Félag um Síldarævintýri hélt aðalfund

Félag um Síldarævintýri á Siglufirði hélt aðalfund miðvikudaginn 12. febrúar og var farið yfir síðasta rekstrarár og framtíðarplön rædd. Fram kom að aðeins 3000 manns hafi sótt hátíðina árið 2013 en þá helgi var veðrið ekki eins og best verður á kosið.

Hátíðin var þá rekin með tapi síðastliðið ár og erfiðlega hefur gengið að safna styrkjum til hátíðarinnar og endurskoða þarf því skipulag hátíðarinnar ef sú þróun breytist ekki. Menn voru sammálla um að hátíðarhöldin hafi tekist vel þrátt fyrir slæmt veður sem olli því að færri gestir kom en undanfarin ár.

Núverandi stjórn gaf kosta sér í eitt ár í viðbót, en hana skipa:

  • Aníta Elefsen
  • Guðmundur Skarphéðinsson
  • Hilmar Elefsen
  • Sandra Finnsdóttir
  • Ægir Bergsson