Félag eldri borgara á Siglufirði hafa óskað eftir því að Fjallabyggð hefji formlegt ferli með það að markmiði að skilgreina byggingarreit á gamla malarvellinum við Túngötu á Siglufirði með það að markmiði að reisa megi á svæðinu umtalsverðan fjölda íbúða fyrir 60 ára og eldri.
Fjallabyggð hefur svarað því að á svæðinu sé gildandi deiliskipulag og að í gangi er vinna hjá sveitarfélaginu sem m.a. hefur það að markmiði að koma til móts við þau sjónarmið sem fram eru sett í erindinu Félags eldri borgara.
Sem dæmi um þá vinnu þá hefur Fjallabyggð átt í viðræðum við Bríeti leigufélag varðandi að félagið komi að málum með það að markmiði að örva nýbyggingarmarkaðinn í Fjallabyggð. Ein afurð þeirra viðræðna er að leigufélagið hefur nýlega auglýst eftir samstarfsaðilum til að koma að byggingarverkefnum í tíu sveitarfélögum á landsbyggðinni, Fjallabyggð er eitt þeirra sveitarfélaga.
Einnig er í gangi vinna hjá sveitarfélaginu við að uppfæra húsnæðisáætlun sveitarfélagsins, stór hluti þeirrar vinnu er að greina húsnæðisþörf til framtíðar m.a. með það að markmiði að koma til móts við þarfir eldri íbúa í Fjallabyggð.