Feðgin unnu golfmót á Siglufirði

Opna Bakarís- og Vífilfellsmótið á Hólsvelli á Siglufirði var haldið á laugardaginn s.l. í einmuna blíðu. 53 keppendur mættu til leiks og keppt var í karla- og kvennaflokki, veitt voru nándarverðlaun fyrir par 3 holur og lengsta drive. Ræst var út af öllum teigum.

Feðginin Þröstur og Kristín Inga voru sigurvegarar mótsins en helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Karlaflokkur:

  • 1. sæti Þröstur Ingólfsson með 39 punkta
  • 2. sæti Björn Bergmann Þórhallsson með 39 punkta
  • 3. sæti Jóhann Már Sigurbjörnsson með 38 punkta

Kvennaflokkur:

  • 1. sæti Kristín Inga Þrastardóttir með 33 punkta
  • 2. sæti Sigríður Guðmundsdóttir með 33 punkta
  • 3. sæti Ólína Þórey Guðjónsdóttir með 31 punkt

Öll frekari úrslit má sjá hér.