Töluverð sala hefur verið á fasteignum undanfarna mánuði í Ólafsfirði en núna eru aðeins 8 íbúðarhúsnæði auglýst til sölu, þar af er eitt selt með fyrirvara og Strandgata 2 er skráð sem fjölbýli, en er í núna nýtt sem gistiheimili og kaffihús. Þannig það eru í raun 6 fasteignir sem fólk getur skoðað af einhverri alvöru núna í Ólafsfirði sem henta fjölskyldum. Það er því slegist um hverja eign um þessar mundir í Ólafsfirði.

Aðeins eitt einbýlishús er til sölu í Ólafsfirði og eitt raðhús, annars eru það fjölbýli og hæðir.

Hvammur, Eignaver og Fasteignamiðlun eru meðal þeirra fasteignasala sem eru að selja í Ólafsfirði.

Skjáskot frá mbl.is

Skjáskot frá mbl.is