Farþegaskip með 400 farþega á Siglufirði

Norskt farþegaskip mun stoppa á Siglufirði, fimmtudaginn 29. maí,  en það mun koma kl. 15 og fara kl. 22. Um borð eru 400 farþegar með áhöfninni. Skipið mun sigla til Akureyrar og vera þar föstudaginn 30. maí frá kl. 8-14 og fara þaðan til Grímseyjar og vera þar frá kl. 18-22 sama dag. Skipið er smíðað á Ítalíu árið 2007 og er það 114 metrar á lengd.

Hægt er að lesa ferðabloggið og sjá myndir frá Íslandsdvöl farþeganna fram að þessu hérna.

About_ExplorerRS