Farþegar Seabourn Quest fóru á kayak og í Hvanneyrarskál

Skemmtiferðarskipið Seabourn Quest var á Siglufirði frá kl. 7:00-15:00 þann 4. júní með 450 farþega. Eins og oft áður þá fer alltaf stór hluti á Síldarminjasafnið en núna eru komnir fleiri afþreyingarmöguleikar fyrir þessa ferðamenn. Top Mountaineering á Siglufirði bjóða upp á gönguferðir og kayakferðir fyrir þessa gesti og fóru nokkrir þeirra á kayak siglingu og aðrir í gönguferð upp í Hvanneyrarskál með leiðsögn. Einnig fór hópur á brugghúskynningu hjá Segli 67.  Farþegarnir voru ferjaðir frá skipinu með björgunarskipi.  Seabourn Quest var siglingu um Ísland en er nú á leiðinni til Tromsö í Noregi.