Farandsýning um kvenréttindabaráttu sýnd í Hofi

Þann 1. maí síðastliðinn var opnuð í Hofi á Akureyri farandsýning um kvenréttindabaráttu síðustu 100 ára og er hún á vegum Kvenréttindafélags Íslands í samvinnu við Akureyrarbæ og Menningarfélag Akureyrar. Sýningin samanstendur af 8 stórum veggspjöldum, myndskreyttum með stuttum texta á ensku og íslensku.

Sýningin, sem var fyrst sett upp á samnorrænu jafnréttisráðstefnunni í Svíþjóð sumarið 2014, fer nú hring um landið með viðkomu í hinum ýmsu sveitarfélögum og endar í Reykjavík í desember.

Sýningin verður í Hofi til 15. maí.