Síldarævintýrið á Siglufirði var haldið um liðna helgi í frekar óspennandi veðri. Fámennt  var á hátíðinni í ár og hefur veðrið án efa átt stóran þátt í því. Mikill metnaður var að vanda lagður í að hafa fjölbreytta og vandaða dagskrá fyrir gesti og heimamenn. Hátíðin er líklega sú fámennasta í nokkur ár en ekki er hægt að stjórna veðrinu.

Um Héðinsfjarðargöng fóru aðeins 1159 bílar, sunnudaginn 4. ágúst en í fyrra fóru sama dag 1605 bílar um göngin. Í fyrra var talið að um 3500 manns hefðu verið á hátíðinni, en þá var  veðrið milt og gott, ljóst er að mun færri voru í ár.

Síldarævintýrið 2013
Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson, www.sk21.is